Félag karla með krabbamein í blöðruhálskirtli
5515565
Taktu þátt í nethópi um Virkt eftirlit með krabbameini í blöðruhálskirtli
Við hjá Framför ætlum að setja af stað hóp sem hittist í spjalli á internetinu nokkrum sinnum á ári. Þar verður spjallað um:
-
reynslu hvers og eins.
-
fróðleik sem aðilar hafa aflað sér um virkt eftirlit.
-
annað sem mönnum brennur á brjósti.
-
stundum taka þátt sérfróðir aðilar til kynna mál og svara fyrirspurnum.
Ef þú hefur áhuga á að aðstoða okkur við þetta eða taka þátt, vinsamlega skráðu þig hér að neðan.
Skráning á þátttöku í nethópi
Guðmundur Páll Ásgeirsson varaformaður hjá Krabbameinsfélaginu Framför og fyrrverandi námsstjóri leiðir starf stuðningshópsins Frískir menn (fyrir karla í virku eftirliti með krabbameini í blöðruhálskirtli).
Framför er aðili að samtökunum Active Surveillance Patients International sem eru alþjóðleg samtök karla sem eru í Virku eftirliti á krabbameini í blöðruhálskirtli.
Þráinn Þorvaldsson stjórnarformaður hjá Framför er einn af stofnendum Active Surveillance Patients og gegnir þar stöðu sem "VP of International Operations" - https://aspatients.org/