top of page

Skapaðu ástvini, afa, bróður, frænda eða vini með krabbamein í blöðruhálskirtli betri lífsgæði með því að gerast styrktarvinur

Krabbameinsfélagið Framför er eingöngu rekið með sjálfsaflafé og framlögum styrktaraðila. Mánaðarlegur stuðningur frá styrktarvinum (einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök) er forsenda þess að Krabbameinsfélagið Framför geti veitt körlum með krabbamein í blöðruhálskirtli og þeirra aðstandendum stuðning, þjónustu við greiningu og eftir meðferð á krabbameini og sinnt þeirra hagsmunabaráttu.

 

Með mánaðarlegu framlagi sem styrktarvinur styður þú við eftirfarandi:

  • Endurgjaldslausa þátttöku í starfsemi stuðningshópa www.framfor.is/skráningistudningshopa

  • Endurgjaldslausa ráðgjöf við greiningu og eftir meðferð www.framfor.is/nygreining

  • Rekstur á upplýsinga vefsvæðinu www.framfor.is

  • Samstarf við Félag þvagfæraskurðlækna, Krabbameinsfélagið og LJósið endurhæfingarmiðstöð um upplýsingaferla við greiningu og eftir meðferð www.framforiheilsu.is

  • Rekstur á samfélagslega umhverfinu Hellirinn sem stuðlar að aukinni félagslegri virkni, fræðslu og betri lífsgæðum www.framfor.is/felagsmidstodin

  • Endurgjaldslausa markþjálfun til að móta nýja sýn á lífið eftir meðferð www.framfor.is/markthjalfun

  • Uppbyggingu á fræðsluneti á internetinu fyrir aðila sem ekki geta komið í beina fræðslu s.s. aðilar á landsbyggðinni www.framfor.is/fraedslunet

  • Rekstur á hlaðvarpi með sérgreindu efni fyrir þá sem greinast með krabbamein í blöðruhálskirtli www.framfor.is/podcast

  • Átak í heilsuforvörnum fyrir karla 50 ára og eldri í samstarfi við fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök www.framforilifsgaedum.is 

  • Samstarf við erlenda aðila s.s. Europa UOMO öflugan málsvara BHKK samtaka í 27 Evrópulöndum - www.europa-uomo.org og Active Surveillance Patients International, alþjóðleg samtök karla sem eru í Virku eftirliti á krabbameini í blöðruhálskirtli https://aspatients.org/

  • Halda uppi hagsmunagæslu fyrir karla sem greinast með krabbamein í blöðruhálskirtli og aðstandendur.

Styrktarvinir bera uppi starfsemina hjá Krabbameinsfélaginu Framför og þeirra framlög skapa körlum og þeirra aðstandendum betri lífsgæði og gera þeim auðveldara að eiga við þetta stóra og mikla verkefni sem krabbamein í blöðruhálsi er.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Reglulegir styrktaraðilar fá endurgreiðslu frá skatti

Frá og með 1. nóvember 2021 áttu rétt á skattaafslætti þegar þú styrkir Krabbameinsfélagið Framför. Krabbameinsfélagið Framför kemur upplýsingum um styrki til Skattsins, sem kemur skattaafslættinum til skila til þín. Nánari upplýsingar á RSK.is.

 

Dæmi: Einstaklingur sem greiðir 2000 króna styrk til Krabbameinsfélagsins Framfarar á mánuði fær skattafslátt að fjárhæð 9.100 krónur og greiðir þannig í raun 14.900 fyrir 24 þúsund króna styrk til félagins.

 

Athugið að endurgreiðslan getur verið bæði hærri og lægri því dæmið er byggt á meðaltekjum sem voru samkvæmt RSK 794.000 árið 2020 en tekjuskattshlutfall er breytilegt. Einstaklingar geta fengið skattaafslátt ef styrkupphæð er á bilinu frá 10.000 til 350 þúsund króna.

Fyrirtæki geta líka fengið skattaafslátt vegna styrkja 
Fyrirtæki fengið skattaafslátt sem nemur allt að 1,5% af rekstrartekjum á því ári sem framlag eða gjöf er veitt.

Dæmi: Fyrirtæki sem styrkir Krabbameinsfélagið Framför um 500 þúsund lækkar tekjuskattinn sinn um 100 þúsund krónur. Fyrirtækið greiðir þannig í raun 400 þúsund fyrir 500 þúsund króna styrk til félagsins.

 

Athugið að dæmið er eingöngu til upplýsinga - sjá nánar á RSK.is  Styrkur eða gjöf nær ekki til kaupa á vörum. Miðað er við algengustu skattprósentu lögaðila, þ.e 20%. Upplýsingar um gjafir og styrki koma árlega frá Krabbameinsfélaginu Framför.

shutterstock_41135461.jpg
bottom of page