top of page

Bylting í greiningu á krabbameini í blöðruhálsi - FDA samþykkir sértækan himnumótefnavaka

20. desember 2021 samþykkti FDA (Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna) ákveðna aðferð til að framleiða myndgreiningarefnið 68Ga-PSMA-11 (viðskiptaheiti Illuccix®) sem er ákveðin tegund PSMA PET myndgreiningarefnis. Greining fyrir krabbameini í blöðruhálskirtil sem kallast PSMA PET myndgreining verður nú aðgengileg í Bandaríkjunum eftir nýtt samþykki FDA.

PSMA (Prostate-specific membrane antigen) er myndgreining á blöðruhálskirtilssértækum himnumótefnavaka sem notar PET (positron emission tomography) til að greina krabbamein í blöðruhálskirtli.


68Ga-PSMA-11 er samþykkt fyrir sjúklinga sem hafa greinst með krabbamein í blöðruhálskirtli:

  1. Hjá aðilum þar sem grunur er um meinvörp sem koma til greina varðandi mögulega meðferð

  2. Hjá aðilum sem áður hafa fengið meðhöndlun við krabbameini í blöðruhálskirtli og eru með PSA hækkun (til að sjá hvort og hvar þeir eru með meinvörp).

PSMA er prótein sem er til staðar í miklu magni á yfirborði krabbameinsfrumna í blöðruhálskirtli, en er ekki til staðar á flestum öðrum eðlilegum líffærum. Þannig skapar það frábært „skotmark“ fyrir myndatöku á krabbameinsfrumum í blöðruhálskirtli. Efni sem getur tengst PSMA hvar sem er í líkamanum er tengt geislavirku frumefni (Gallium-68). Þegar 68Ga-PSMA-11 hefur verið sprautað í sjúklinginn leitar það uppi krabbameinsfrumur sem tengjast krabbameini í blöðruhálskirtli og binst þeim. Gallium-68 er þannig hægt að sjá í PET myndskönnun. Í samanburði við venjulega myndgreiningu getur PSMA PET skönnun greint meinvörp í blöðruhálskirtilskrabbameini fyrr og þegar þau eru mun minni, sem getur hjálpað við að bæta meðferð sjúklinga með krabbamein í blöðruhálskirtli.


Frá árinu 1993 hefur PCF fjármagnað mikilvægar grundvallarrannsóknir á PSMA sem lögðu grunn að þessari byltingu í PSMA-miðaðri myndgreiningu og meðferð. Lestu meira um 68Ga-PSMA-11 hér og sögu PSMA rannsókna hér.


46 views0 comments

Comments


bottom of page