top of page

Framför kynnti starfsemina fyrir 30 starfsmönnum Ljóssins og stefnt er á sérhæfða endurhæfingu.

Krabbameinsfélagið Framför var í dag með kynningu fyrir 30 starfsmenn hjá Ljósinu og þetta er hluti af undirbúningi félaganna varðandi framtíðar samstarf um séhæfða endurhæfingu fyrir karla sem hafa farið í meðferð við krabbameini í blöðruhálskirtli og þeirra maka.

Ljósið er með starfsemi sem hefur skipt okkar skjólstæðinga miklu máli. Í tvö ár hefur aðili frá Ljósinu setið í stjórn hjá Krabbameinsfélaginu Framför og stuðningshópurinn Blöðruhálsar sem er fyrir karla sem hafa farið í meðferð hittist mánaðarlega hjá Ljósinu.


Nýlokin vinnusmiðja um "kynlíf og nánd eftir meðferð" verði hluti af sérhæfðri endurhæfingu Krabbameinsfélagið Framför hefur verið með vitundarvakningu um krabbamein í blöðruhálskirtli og hefur tekið sérstaklega fyrir stærsta verkefnið í þessu umhverfi samkvæmt niðurstöðu alþjóðlegrar könnunar hjá Evrópusamtökunum Euomo, kynlíf og nánd. Stefnt er að því að nýlokin vinnusmiðja hjá Framför sem haldin var í fyrsta skipti laugardaginn 28. janúar 2023 í Forvarnamiðstöðinni að Hverafold 1-3 í Grafarvogi í Reykjavík verði hluti af samstarfi við Ljósið um endurhæfingu á fyrsta ári eftir meðferð við krabbameini í blöðruhálskirtli.


Hugmyndir um samstarf við Ljósið um endurhæfingu á fyrsta ári eftir meðferð við krabbameini í blöðruhálskirtli og síðan taki við sérhæfð endurhæfing hjá Framför

Hugmyndir eru uppi um að Krabbameinsfélagið Framför og Ljósið eigi samstarf um endurhæfingu karla sem hafa farið í meðferð við krabbameini í blöðruhálskirtli fyrsta árið eftir meðferð og síðan taki við sérhæft endurhæfingar umhverfi hjá Framför. Þetta verður mótað á næstu mánuðum og stefnt að því að hafa tilbúna fullmótaða framkvæmd á þessu seinni hluta árs 2023.

54 views0 comments

Comments


bottom of page