Í dag eru mikil tímamót því þetta er fyrsti dagurinn í sölu á Bláa treflinum, tákninu hjá Krabbameinsfélaginu Framför fyrir því samfélagi, stuðningi, þjónustu, fræðslu og samkennd sem félagið stendur fyrir til að bæta lífsgæði karlmanna með krabbamein í blöðruhálsi og hjá mökum þeirra og aðstandendum.
Í tilefni þessara tímamóta stóð félagið fyrir fyrsta Bláa blöðruháls göngudeginum í Heiðmörk þar sem gengið var undir slagorðinu „þú gengur aldrei einn“. Í fyrstu göngu dagsins kl. 10:00 mættu hátt í 30 manns og fögnuðu saman þessu merka áfanga.
Einstaklega skemmtilegir fararstjórar frá Fjallafjöri tóku þátttakendur í skemmtilegt ferðalag um það hvernig staðið hefur verið að því að byggja upp skógræktina í Heiðmörk og leggja þannig grunn að þeirri paradís sem Heiðmörk er orðin í dag.
Þessar göngur eru í raun aðgerð hjá Krabbameinsfélaginu Framför til að minna á að það tekur langan tíma að breyta hlutum og leggja grunn að einhverju stórkostlegu eins og Heiðmörkin er í dag. Í dag er nefnilega í orðsins fyllstu merkingu verið að taka fyrst skrefin í að leggja grunn að því framtíðarsamfélagi sem Krabbameinsfélagið Framför ætlar að byggja upp fyrir sína karla og þeirra aðstandendur.
Fararstjórarnir í Bláu blöðruhálsgöngunum vísuðu meðal annars í orðin hjá Oskar Wilde um að „lífið er allt of mikilvægt til að taka því of alvarlega“ Lýðheilsa snýst nefnilega ekki bara um líkamlega þætti og gott mataræði, heldur einnig um jafnvægi hugans og andlega þætti. Eitt af aðalmarkmiðunum hjá Krabbameinsfélaginu Framför er nefnilega að stuðla að betri lífsgæðum á öllum sviðum fyrir þá sem greinast með krabbamein í blöðruhálsi og þeirra aðstandendur, líka þeim andlegu.
Blái trefillinn er táknræn framsetning á því samfélagi, stuðningi, þjónustu, fræðslu og samkennd sem Krabbameinsfélagið Framför stendur fyrir til að bæta lífsgæði karlmanna með krabbamein í blöðruhálsi og hjá mökum þeirra og aðstandendum. Með því að umvefja þessa aðila með Bláa treflinum er verið að skapa þeim sterkari stöðu til að eiga við það risastóra verkefni að lifa með þessum sjúkdómi. Táknrænt er að annar helmingur Bláa trefilsins stendur fyrir það sem við hjá Krabbameinsfélaginu Framför erum að gera og hinn helmingurinn fyrir það sem makinn gerir.
Þessi fyrsti formlegi dagur Bláa trefilsins tóks frábærlega og fólk var að upplifa gleði lífsins og fá skilaboð um að gleðjast hvern einasta dag, því hver dagur kemur aldrei aftur. Þetta var því mjög táknrænt að upplifa þessa gleði í náttúrunni sem marga aðilar hafa í áratugi lagt grunnin að.
Comments