top of page

Frábær kynningarfundur um Framför á Akureyri

Það var vel mætt á kynningarfund hjá Framför sem haldinn var hjá Krabbameinsfélagi Akureyrar þann 19. október s.l. Það var líka ánægjulegt að lang flestir sem mættu voru nýir aðilar sem ekki höfðu nýtt sér þjónutust umönnnarfélaga áður.

Þráinn Þorvaldsson formaður Framfara opnaði fundinn og fór lítilega yfir endurreysn félagsins Guðmundur G. Hauksson framkvæmdastjóri kynnti síðan nýja stefnumótun og hugmyndafræði félgsins, fór yfir starfsemi stuðningshópa, kynnti vinaverkefni og tómstundahópa og sagði frá hugmyndum um fræðsunet á vefsíðu félagsins sem ekki síst er hugsað fyrir fólk á landsbyggðinni.


Eftir kynnigu á starfsemi félagsins var almenn umræða og þar lýstu margir sinni stöðu varðandi sitt krabbamein sem var mjög misjöfn. Brynjólfur sem stýrt hefur stuðningshópi karla á Akureyri í nokkurn tíma sagði frá því starfi og nokkur umræða var síðan um hugmyndir um stofnun á maka stuðningshóp á Akureyri.


Þátttakendur lýstu mikilli ánægju með fundinn og þakklæti fyrir mikið af nýjum upplýsingum til að eiga við hinar fjölbreyttu aukaverkanir sem oft fylgja meðferðum við krabbameini.

35 views0 comments

Comments


bottom of page