Við greiningu á krabbameini upplifir þú kannski sterkar tilfinningar sem geta haft áhrif á hvernig samskipti þú átt við aðra og hvernig samskipti annarra eru við þig.
Val á meðferð við krabbameini í blöðruhálskirtli þarf að byggja á góðum upplýsingum og það getur verið erfitt að taka slíkar mikilvægar ákvarðanir. Best er að gera þetta í samráði við þinn lækni og með fjölskyldu, vinum og aðilum sem hafa reynslu af sambærilegum hlutum og samræma svo væntingar og leita stuðnings eftir því sem við á.
Læknar og sérfræðingar
Gott er að byrja að ráðfæra sig við lækninn sem uppgötvaði þitt krabbamein. Hann gæti verið sérfræðingur eða vísað þér til læknis sem er sérhæfður í þínu krabbameini.
Aðrir þættir sem þarf að hafa í huga við val á lækni:
Passar „hans karakter“ við þinn persónuleika?
Er hann góður greingaraðili?
Hefur hann samkennd?
Finnst þér hann vera þinn félagi í þessu ferli?
Virðist hann hafa áhuga á því sem er mikilvægt fyrir þig?
Mundu:
Taktu þér tíma.
Fáðu aðra eða jafnvel þriðju skoðun ef þér líður ekki vel.
Gættu varúðar varðandi ráðleggingar eins og „skurðaðgerð er málið“ eða „geislameðferð er best“.
Það eru mikið efni til sem skrifað hefur verið af miklum „sérfræðingum“ sem segja að einhver leið sé sú eina rétta: Farðu varlega í þessu. Notaðu viðurkenndar vefsíður eins og www.framforiheilsu.is og efni sem þinn læknir mælir með
Þegar þú hefur skuldbundið þig er traust lykillinn. Vertu áfram eigin málsvari: spurðu, rannsakaðu og vertu forvitinn.
Ef þú ert í góðu sambandi við aðalmeðferðaðaðilann, getur þú tengt vel við þína greiningu, meðferð og ákvarðanatöku. Umönnunaraðili þinn getur boðið fram sína aðstoð við að þú hugsir um stóru myndina af heilsu þinni og getur hjálpað þér að taka flóknar ákvarðanir.
Fjölskylda
Fjölskylda þín vill styðja þig. Tilfinningar um vanmátt eru algengt áhyggjuefni í kringum krabbameinsgreiningu; ástvinir þínir vilja - eða jafnvel þurfa - að gera eitthvað þannig að þeim líði eins og þeir séu að hjálpa þér. Venjulega getur þetta verið frábært. Eftir krabbameinsgreiningu, gæti þér fundist óljóst hve mikinn stuðning þú ættir að samþykkja, biðja um eða hafna. Haltu þessum möguleikum opnum og góð og regluleg samskipti eru lykillinn.
Ábendingar til maka, umönnunaraðila og fullorðinna barna
Samþykktu hvernig hann munt taka ákvarðanir.
Vertu tilbúin/n fyrir breytingar á hans venjum.
Skilja að það geti verið margs konar tilfinningar í kringum breytingar á hans getu.
Aflaði þér upplýhsinga um hvaða áhrif meðferðir geti haft á skap, líkamlega getu, þvaglát, starfsemi þarma eða kynlíf.
Það er eðlilegt að upplifa einmanaleika og ótta – leitaðu að stuðningshópi fyrir maka og/eða umönnunaraðila og þú þarft að hvetja sjúklinginn til að mæta í stuðningshóp
Ábendingar fyrir ung börn (barnabörn)
Hafðu börn upplýst og komdu fram við þau sem hluta af liðinu.
Svaraðu spurningum heiðarlega, eftir aldri.
Vertu raunsær en bjartsýnn í þínum samskiptum.
Fyrir eldri börn gætirðu hvatt þau til þess taka þátt í starfi stuðningshóps. Hafðu samband við barnalækni, sálfræðing eða meðferðaraðila til að fá tillögur um hversu miklum upplýsingum þú ættir að deila
Stuðningsnetið þitt
Fyrir utan þína nánustu fjölskyldu aðila, þá gætu verið í kringum þig margir nánir vinir og samstarfsfólk sem er mjög annt um þig og hefur sterka löngun til að hjálpa og vera til staðar. Ekki vera feiminn við að láta alla þessa aðila vita af ákveðnum hlutum gætu verið gagnlegir fyrir þig.
Sem dæmi um þetta gætu verið skutl í meðferð, borða saman, umhygga fyrir ungum börnum eða aðstoða við erfið húsverk meðan á bata stendur. Þó þér finnist þetta oft yfirþyrmandi, ekki vera hræddur við að þiggja stuðning fjölskyldu og vina. Á hinn bóginn, ekki vera feiminn við að segja kurteislega „nei“ ef þú telur ekki er þörf fyrir þennan stuðning. Mikið efni er til á netinu til að skipuleggja úrræði stuðningsaðila á meðan á meðferð stendur, svo sem https://www.framfor.is/adstandendur.
Takktu á þessu verkefni með fjölskyldu, vinum og öðrum með eðlilegum væntingum og leitaðu stuðnings þar sem það er viðeigandi.
Margir vinir og vandamenn velja að verða virkir í krabbameinssamfélagi (www.framfor.is - www.krabb.is) til að draga úr algengri tilfinning um vanmátt sem getur fylgt krabbameinsgreiningu á ástvini. Frekari upplýsingar um þetta er að finna á www.framfor.is
Tilvísun efnis er í handbók frá www.pcf.org
Comments