top of page

Mikill kraftur í starfinu hjá Krabbameinsfélaginu Framför á árinu 2021.

Það eru margir sem hafa skilað góðu starfi fyrir félagið eða sýnt stuðning á árinu og við vitum að þetta starf hefur bætt lífsgæði hjá körlum með krabbamein í blöðruhálsi og þeirra aðstandendum. Við höfum fundið ótvíræða þörf fyrir þjónustu- og stuðningsumhverfi félagsins.

Mikil aðsókn var að fundum sameinuðu stuðningshópanna Góðra hálsa og Blöðruhálsa í Ljósinu.


Krabbameinsfélagið Framför var stofnað á árinu 2007 og endureist af stuðningshópnum Frískum mönnum á árinu 2019. Framlög og styrkir frá Velunnarasjóði Krabbameinsfélagsins, Vinnumálstofnun og Heilbrigðisráðuneytinu gerði félaginu síðan kleift að ráða starfmann sem tók til starfa í ágúst 2020.

Ný stjórn hjá Krabbameinsfélaginu Framför sem kosin var á aðalfundi félagsins í maí 2021.


Árið 2021 hefur verið viðburðarríkt hjá Krabbameinsfélaginu Framför. Mikill tími hefur farið í undirbúningsvinnu við að leggja grunn að framtíðarstarfsemi félagsins og skilgreina verkefni samkvæmt fyrirliggjandi stefnumörkun um starfið:

  • Lagður grunnur að langtíma stefnumörkum um starfsemi í félaginu.

  • Vinna lögð í að efla ráðgjöf við aðila sem greinast með krabbamein í blöðruhálsi.

  • Stofnaður nýr stuðningshópur fyrir maka karla með krabbamein í blöðruhálsi www.framfor.is/thraustirmakar

  • Lagður grunnur að öflugu árverkni- og fjáröflunarverkefni www.blaitrefillinn.is

  • Unnið að stofnun stuðningshópa með aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins á landsbyggðinni.

  • Stofnað til samstarfs við Félag þvagfærasérfræðinga á Íslandi.

  • Unnið að nýjum drögum varðandi upplýsingaferla við greiningu á krabbameini í blöðruhálsi.

  • Unnið að þýðingum á upplýsingum fyrir maka karla með krabbamein í blöðruhálsi www.framfor.is/adstandendur

  • Uppsetning á aðgengilegu sérgreindu fræðsluefni á vefsíðu félagsins og tengingar inn á upplýsingaefni hjá öðrum aðilum www.framfor.is

  • Sett upp síða með hlaðvarpi þar sem áætlar er að hafa efni og viðtöl sem tengjast krabbameini í blöðruhálsi www.framfor.is/podcast

  • Undirbúningur á aðgengilegu fræðsluumhverfi á vefsíðu félagsins www.framfor.is/fraedslunet

  • Opnun á nýrri vefverslun á vefsíðu félagsins www.framfor.is/vefverslun

  • Sett upp nýtt spjall- og umræðuumhverfi á netinu www.framfor.is/umraeda

  • Þátttaka í erlendu krabbameinsstarfi - Europa UOMO - ASPI – Movember.

  • Unnin samantekt í lok árs 2021 og þau verkefni sem framundan eru á árinu 2022 - sjá

Ef þú vilt kynna þér betur stöðuna hjá félaginu og þau verkefni sem eru fyrirhuguð er hér linkur (smella). Þú getur einnig kynnt þér okkar langtíma stefnumörkun hér (smella).

Fyrsti fundur nýstofnaðs stuðningshóps karla með krabbamein á Reyðarfirði.


Við hjá Krabbameinsfélaginu Framför hlökkum mikið til að halda áfram að byggja upp öflugt stuðningsumhverfi og hagsmunagæslu fyrir karla sem hafa greinst með krabbamein í blöðruhálsi og þeirra aðstandendur.


Við treystum á áframhaldandi stuðning sem er forsendan fyrir því að ná þeim árangri sem Krabbameinsfélagið Framför stefnir að.

Mikil aðsókn á stofnfund hjá stuðningshópnum Traustum mökum sýndi þörfina sem þarna er.


Við treystum á stuðning félagsmanna, aðstandenda og almennings, en slíkur stuðningur er forsendan fyrir því að ná þeim árangri sem við sem stöndum að Krabbameinsfélaginu Framför stefnum að.


39 views0 comments

Comments


bottom of page