Stofnfundur Framfarar á stuðningshópnum Traustir makar var haldinn 22. september 2021 í húsnæði Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð 8 í Reykjavík. Mjög góð mætin var á fundinn, bæði á staðnum og streymi á netinu.
Undirbúningur fyrir þennan fund hafði staðið lengi yfir og upphaflega átti hann að vera í byrjun árs 2021 og var frestað ítrekað vegna Covid. Upplýsingar um fundinn voru sendar á mikin fjölda aðila í gegnum póstkerfi Krabbameinsfélagsin og Framfarar og Guðmundur G. Hauksson framkvæmdastjóri og Dr. Ásgeir R. Helgason hjá Krabbameinsfélaginu fóru í viðtal í fréttaþættinum Fréttavaktin á Hringbraut (sjá viðtal byrjar á 17.51 mínútu). Einnig var Guðmundur í viðtali í morgunútvarpinu á Rás 2 (sjá).
Guðmundur G. Hauksson framkvæmdastjóri Framfarar setti fundinn og fór stuttlega yfir söguna hjá félaginu og grunnin að þeirri stefnumótun sem unnið er með varðandi stuðningshópa. Þá tók Dr. Ásgeir R. Helgason til máls og fór yfir sínar rannsóknir frá Svíþjóð sem sýndu að 80% af körlum sem fá krabbamein í blöðruhálskirtil sækja sinn tilfinningalega stuðning til maka. Hann fagnaði mikið þessum stóra áfanga sem stofnun þessa stuðningshóps væri. Hann bauð síðan fram sína aðstoð til þeirra sem myndu hafa umsjón með þessum stuðningshópi. Þá ávarpaði Þorri Snæbjörnsson teymisstjóri í Ráðgjafaþjónustu Krabbameinsfélagsins fundinn og fór yfir þá þjónustu sem þar væri í boði. Næstur var Jakob Garðarsson stjórnarmaður í Framför og umsjónarðaðili Blöðruhálsa/Góðra hálsa sem er umræðuhópur karla með krabbamein í blöðruhálskirtli í Ljósinu. Hann fór yfir þá þjónustu sem Ljósið býður upp á í þessu umhverfi.
Þá var komið að öðrum umsjónaraðila nýja stuðningshópsins Traustra maka Lailu Margréti Arnþórsdóttur og hún lýsti sinni upplifun varðandi handleiðslu hjá Framför tengt greiningu á sínum eiginmanni með krabbamein í blöðruhálskirtli. Einnig tók til máls Unnur Hjartardóttir sem er hinn umsjónaraðili stuðningshópsins og lýsti sinni ánægju með stuðning Ráðgjafaþjónstu Krabbameinsfélagsins og Ljóssins.
Í lok fundar lýsti Guðmundur G. Hauksson því formlega yfir að stuðningshópurinn Traustir makar væri formlega stofnaður. Síðan ávarpaði stjórnarformaður Framfarar Þráinn Þorvaldsson fundinn og lýsti yfir mikilli ánægju með þennan merka áfanga í starfi félagsins.
Hér má sjá upptöku frá fundinum - https://livestream.com/krabb/framfor22092021/videos/226056997
Comments