top of page

Salan á Bláa treflinum hefst í dag 7. nóvember

BLÁI TREFILLINN 2024 VERÐUR Í NÓVEMBER

Krabbameinsfélagið Framför er batasamfélag fyrir karla með krabbamein í blöðruhálskirtli og aðstandendur í samstarfi við Félag þvagfæraskurðlækna, Krabbameinsfélagið og Ljósið. Starfræktir eru stuðningshópar og samfélagslegt umhverfi með félagslegri virkni og fræðslu um betri lífsgæði.

Blái trefilinn er tákn um þá ábyrgð sem við höfum fyrir því að skapa körlum með krabbamein í blöðruhálskirtli, þeirra mökum og aðstandendum bestu lífsgæði.



BLÁI TREFILLINN – sala á nælu Bláa trefilsins hefst 7. nóvemberSala á nælu Bláa trefilsins hefst í dag fimmtudaginn 7. nóvember og stendur til 27. nóvember. Hægt er að kaupa hana í apótekum Lyf og heilsu, Apótekarans og Lyfju og á bensínstöðvum Olís og N1 um allt land. Einnig er hægt að kaupa næluna á netinu hér - Kaupa nælu

 

BLÁI TREFILLINN – aukablað með Morgunblaðinu 7. nóvemberBlað Bláa trefilsins er aukablað með Morgunblaðinu í dag fimmtudaginn 7. nóvember - Sjá

 

BLÁI TREFILLINN – göngudagur í Heiðmörk sunnudaginn 10. nóvemberÁrlegur göngudagur Bláa trefilsins verður sunnudaginn 10. nóvember kl. 14:00. Safnast er saman á Borgarstjóraplaninu og eftir stutta gönguferð með leiðsögufólki frá Fjallafjöri verður boðið upp á kakó og kex. Allir velkomnir - www.blaitrefillinn.is/blaargongur

 

BLÁI TREFILLINN – vinnustofan "Kynlíf og nánd" 16. nóvember

Vinnusmiðjan fyrir karla með krabbamein í blöðruhálskirtli og þeirra maka. Tilgangur smiðjunnar er að styrkja pör í að höndla sameiginlega breytingar sem geta orðið á kynheilsu karla við meðferð á krabbameini í blöðruhálskirtli svo sem kynhvöt, kynsvörun og nánd - AÐEINS PLÁSS FYRIR 10 PÖR - Skráning



14 views0 comments

Comments


bottom of page