Stefán Stefánsson atvinnulífsfræðingur tekur til starfa hjá Krabbameinsfélaginu Framför frá og með 1. nóvember 2022.
Hann mun starfa að uppbyggingu Hellisins, samfélagsmiðstöðar og sitja í verkefnastjórnum í fjáröfunar verkefnum félagsins. Stefán hefur mikla reynslu af reynslu af félagasamtökum og uppbyggingu starfsemi, sem hentar okkar fólki.
Hann hefur skrifað um íþróttir í Morgunblaðið frá 1990 og síðan á mbl.is, auk þess að skrifa fyrir tímarit, stýra hverfisblaði og starfa sem fréttaritari fyrir UEFA og tengdar fréttastofur frá 2000. Hann lauk BA-prófi í atvinnulífsfræði frá Háskóla Íslands 2002.
Það er mikill fengur að því að fá Stefán til starfa og eitt af hans fyrstu verkefnum verður að sitja í verkefnastjórn Bláa trefilsins www.blaitrefillinn.is sem stefnir í að vera eitt stærsta vitundarvakningar- og fjáröflunarverkefni félagsins.
Commentaires