top of page

Árlegur fundur Eomo evrópusamtaka félaga karla með krabbamein í blöðruhálsi

Árlegur fundur Eomo evrópusamtaka félaga karla með krabbamein í blöðruhálsi var haldinn í Amersfoort í Hollandi dagana 9-12 júní 2022. Krabbameinsfélagið Framför er aðili að þessum samtökum ásamt 26 öðrum ríkjum um alla Evrópu. Þátttakendur frá Krabbameinsfélaginu Framför voru Guðmundur Páll Ásgeirsson varaformaður og Guðmundur G. Hauksson framkvæmdastjóri félagsins.

Farið var yfir Europromt lífsgæðakönnun Eomo og þörfina fyrir að kynna hennar niðurstöður fyrir heilbrigðisumhverfinu og almenningi. Nota niðurstöður þessarar könnunar til að koma á framfæri þörfinni fyrir snemmgreiningu á krabbameini í blöðruhálskirtli og setja inn sem vitundarvakningu fyrir lífsgæðum karla með krabbamein í blöðruhálskirtli um allan heim. Kynntur var evrópskur gæðastaðall fyrir heilbrigðisumhverfið til að nota um meðhöndun krabbameins í blöðruhálskirtli, en við hjá Framför höfum einnig verið að skoða sambærilega sænskan gæðastaðal.

Við hjá Framför áttum áhugaverðar umræður um þjónustu við karla með krabbamein í blöðruhálskirtli við aðila frá Danmörku og Finnlandi og ákveðið að taka þá umræðu lengra á árlegum fundi norrænu félaganna í september á þessu ári.

Að þessu sinni tengdist fundurinn velunnaradegi Hollensku blöðruhálskirtilssamtakanna „Prostaatkankerstichting“ og þátttakendur í ráðstefnunni því um 400 manns. Þarna voru fyrirlestrar um nýjustu rannsóknir sem tengjast krabbameini í blöðruhálskirtli og þá hröðu þróun sem þar hefur verið í meðferðum og lyfjum.






41 views0 comments

Comments


bottom of page