top of page

Þráinn Þorvaldsson hjá Framför fékk alþjóðlegu ASPI verðlaunin 2023

Fimmtudaginn 28. október 2023 voru hin alþjóðlegu verðlaun ASPI (alþjóðleg samtök karla sem eru í Virku eftirliti á krabbameini í blöðruhálskirtli) https://aspatients.org afhent Þránni Þorvaldssyni varaformanni stjórnar hjá Krabbameinsfélaginu Framför (áður formaður). Þetta eru fyrstu verðlaun ASPI fyrir málsvörn og hagsmunagæslu til einstaklings fyrir hönd karla sem greinast með krabbamein í blöðruhálskirtli.


Þráinn var svo á undan sinni samtíð í leggja grunn að stuðnings- og fræðsluhópum fyrir karla á Íslandi sem fóru í Virkt eftirlit og á alþjóðavettvangi í gegnum ASPI. Fyrir tilsilli ASPI og þess hóps sem stendur að þeim samtökum, þá er Virtk eftirlit komið inn sem kostur fyrir stóran hópa karla sem greinast með krabbamein í blöðruhálskirtli. Þeir fara þá undir reglulegt eftirlit og geta haldið eðlilegum lífsgæðum í miklu lengri tíma en áður var. Þráinn Þorvaldsson og hans samstarfsaðila í ASPI hafa í raun breytt umhverfi karla sem greinast með krabbamein í blöðruhálskirtli um allan heim.

Þessi athöfn fór fram á netinu og tóku þátt í henni um 50 manns vítt og breytt úr heiminum og nokkrir gestafyrirlesarar sögðu frá samskiptum sínum við Þráinn. Að athöfn lokinni var opnað fyrir fyrirspurnir úr sal. Fyrri verðlaun ASPI hafa meðal annars verið:

  • Chodak-verðlaunin 2022 þar sem heiðraður var Dr. Laurence Klotz, föður AS og Peter Albertson, sem hlaut þessi viðurkenningu 2023.

  • Árið 2023 veitti ASPI fyrstu verðlaunin sín til MUSIC (Michigan Urological Surgery Improvement Collaborative), en áætlun þeirra hefur leitt til 90% upptöku ASÍ í Michigan á móti 60% hlutfalli á landsvísu.

Þráinn stóð fyrir endureisn á Krabbameinsfélaginu Framför á árinu 2019 og skráði félagið í Euomo (evrópusamtök félaga karla með krabbamein í blöðruhálskirtli) www.europa-uomo.org. Framför hefur síðan verið þátttakandi í öllum verkefnum Euomo í Evrópu og fulltrúar frá félaginu mætt síðustu árin á árlegan aðalfund þess.


Þráinn hefur sem stjórnarformaður í Krabbameinsfélaginu Framför lagt ásamt félögum sínum hér á Íslandi grunn að öflugu upplýsinga- og suðningsumhverfi á netinu www.framfor.is ásamt því að skapa samstarf við Félag þvagfæraskurðlækna á Íslandi, Krababmeinsfélagið og Ljósið um ferla á ráðgjöf og upplýsingagjöf við greiningu á krabbameini í blöðruhálskirtli www.framforiheilsu.is


Hjá Framför er síðan verið að undirbúa samstarf við Ljósið um sambærilega ferla, upplýsingagjöf og endurhæfingu eftir meðferð við krabbameini í blöðruhálsi í samstarfi við Ljósið. Einnig er búið að festa inni síðustu þrjú árin vitundarvakning um krabbamein í blöðruhálskirtli í nóvember á hverju ári.


SMELLTU HÉR TIL AÐ SJÁ ÆVISÖGU ÞRÁINS Á SÍÐU ASPI: https://aspatients.org/board


Hér getur þú séð myndböndin okkar (sjá) af þessum áhrifamiklu viðburðum.

82 views0 comments

Comments


bottom of page